Síðasti dagurinn á Íslandi.

Já gott fólk. Nú er Íslandsför að ljúka. Þetta er búin að vera skemmtileg vika og allt, allt of fljót að líða. Ég náði að hitta á nokkra á klakanum, en því miður ekki alla sem ég hefði viljað hitta.

Ég sit hérna inn í eldhúsi hjá pabba og búinn að pakka og vona að ég verði ekki tekinn af yfirvigtarlöggunni suður á velli :( Ég fer með duglegt magn af súkkulaði, fiski og keti og ætti að geta lifað sómasamlega eitthvað. Verð feitur og pattaralegur í sumar. Reyndar er ég orðinn það eftir þessa viku. Ég byrjaði að borða þegar ég lenti síðasta þriðjudag og mætti í afmæli hjá Steina vini mínum...og er enn að.

Viktor hennar Ellenar systur var fermdur síðasta sunnudag og veislan var alveg frábær. Hrikalega gott allt saman og þar kannski hæst stóð döðlu, súkkulaði og pekanhnetu kaka. Shit hvað hún var góð. Annars var þetta allt top class eins og venjulega þegar Ellen býður í veislu. Ég smelli nokkrum myndum hér á eftir.

Nú ætla ég að fara að finna mér far niður á BSI og svo er það Buxnaklaufarúta suður með sjó.

Ég vil þakka öllum á klakanum sem nenntu að fá mig í heimsókn og hinir ég hitti á ykkur næst bara...það er jú alltaf einhvern tímann næst...ef það næst.

kveðja,

Arnar Thor

Ummæli

Sif sagði…
Buxnaklaufa? ekki alveg að ná þessu...
Gaman að sjá þig í gær.
Góða baráttu!

Vinsælar færslur